Sveitagarn - Mohair, Merino, Alpakka og Nælon - 250 gr. Svart.
Hér er á ferðinni sterkur þráður sem saman stendur af Mohair, Merino, Alpakka og Nælon þræði sem gefur því styrkinn. Garnið hentar einkar vel með td. einföldum þræði af íslenska plötulopanum, gefur þann styrk sem þarf ti að nota hann einfaldan og gefur einstaklega fallegt útlit.
Einnig má prjóna úr því bæði einfalt á grófa prjóna, kemur skemmtilega út, eða tvöfalt. Garnið er örlítið gróft viðkomu, minnir á íslensku ullina, því hentar það vel í yfirhafnir ss. peysur / jakkapeysur, teppi, bæði í prjón, hekl og vefnað.
Ullartrefjarnar eru vafðar utan um svartan nælonþráð, sem gefur öllum lita afbrigðum dökka dýpt.
Garnið er núna fáanlegt í 13 fallegum litum (takmarkað magn til af hverjum lit)
Hespan er um 250 gr. og er ca. 900 metrar, dugar sem fylgiþráður í eina meðal stóra peysu með td. þremur 100 gr. plötum af Plötulopa. Láttu þetta tækifæri ekki fram hjá þér fara, nældu þér í hespu 😉
Einnig passar það vel með okkar frábæra 100% Ítalsa Merino 100% Ítölsk Merino Ull
Garnið fæst spólað upp í eina dokku ef óskað er eftir því í þar til gerðum skilaboða glugga sem birtist þegar gengið er frá pöntun.
Innihald 21% Mohair 21% Alpakka 18% Merino og 40% Nælon.
Þyngd 250 gr. ca. 900 m. (50 gr. ca. 200 m.)
Prjónastærð 3-6 mm.
Prjónfesta, á 3 mm. prjóna eru 22 lykkjur = 10 cm. á 6 mm. prjóna eru 15 lykkjur = 10 cm, best er að gera sína eigin prjónfestu áður er byrjað er.
ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu.
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.
Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.
Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?
Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.
Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.
Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.