Hvernig varð Garnsalan til.
Hugmyndin af vefsölu með garn kviknaði sumarið 2023 eftir lestur á grein sem birtist í erlendu tímariti.
Greinin var viðtal við konu sem var stödd í fataverksmiðju í Englandi.
Þar sér hún vörubifreið fulla af garni aka frá verksmiðjunni. Spurði hún hvert væri verið að fara með þennan farm. Svarið var að farmurinn væri á leið í förgun.
Þetta var árið 2017. Í framhaldi af þessu stofnaði hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í flokkun og endurpökkun á garni sem farið hafði upp í hillur hjá fataframleiðendum og ekki stóð til að nýta.
Síðan þá hefur hún bjargað nálægt 100 tonnum af garni.
Hún byrjaði starfsemina í litlu herbergi í kjallara í heimahúsi. Í dag er hún í 500 fermetra lagerhúsnæði með 5 starfsmenn. Með þessu vildi hún hvetja handavinnufólk til að lifa sjálfbærara lífi með því að vekja athygli á hvernig garnframleiðsla hefur áhrif á loftslagið.
Í dag er meiri framleiðsla á nýjum fötum, vefnaði og garni en nokkru sinni fyrr.
Heildarframleiðslan í spunaiðnaði heimsins er hvorki meiri né minni
en um 113.000 tonn með tilheyrandi umhverfisáhrifum.
Með kaupum á umfram framleiðslu eins og við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.
Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu.
Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæðagarn á góðu verði.