Piumino Alpakka blásið 50 gr. Ljósbrúnn

990 kr

 

Piumino Alpakka er blásið garn úr 68% Alpakka 10% ull og 22% Pólýester.

Ítalskt, undurfagurt, þykkt létt og mjúkt, hentar einkar vel í peysur, bæði á börn og fullorðna. Garnið er ekki spunnið á hefðbundin hátt heldur er ullinni blásið inn í hólk úr Pólýester sem gefur því sérlega mikinn léttleika. Handverkið fær örlítinn blæ af þæfðu útliti eins og flest blásið garn gefur.

Hentar eitt og sér eða með fylgiþræði, fer eftir því hvað flíkin á að vera þykk.

Innihald 68% Alpakka og 10% ull og 22% Pólýester

Þyngd 50 gr. ( afgreitt í 50 og 100 gramma hnotum, fer eftir pöntuðu magni )

Lengd 50 gr. sirka 110 m.

Prjónastærð  5 - 7 mm.

Prjónfesta, við mælum með prjónastærð 4,5 - 7,   Á prjóna nr. 5 eru 14  lykkjur  og 20 umferðir sirka 10 x 10 cm.  Best er að gera sína eigin prjónfestu áður er byrjað er.

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu-símaskjám.

ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu. 

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.

Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.

Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?

Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.

Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.

Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.