Handunnar ullarvörur skulu almennt þvegnar í höndunum með
ullar-þvottaefni/sápu. Ef þú vilt nota þvottavél skaltu gera litla prjónaprufu
og þvo hana fyrst. Mundu að stilla á ullarprógramm og nota þvottaefni
fyrir ull. Þurrkun, nauðsynlegt er að leggja á láréttan flöt til þerris. Ef
hiti er í gólfi er tilvalið að leggja flíkina á gólfið á hreint handklæði eða á
þvottagrind. Hengið aldrei ný þvegna ullarflík upp á snúrur með klemmum..
Baby Alpakka ullin er einhver sú mýksta sem völ er á og stingur ekki.
Ullin kemur frá kvið Alpakka dýra þar sem hún er mýkst. Meðal trefjaþykkt
er 12 + míkró. Dýrin lifia í allt að 3.800 m. hæð yfir sjávarmáli í
Andesfjöllum í Perú það sem mikið frost er að veturlagi. þau hafa því þróað með
sér hlýjan og þykkan feld. Þessi dýrmæta ull inniheldur ekki ullar fitu
(Lanolin) trefjar ullarinnar eru mjög endingargóðar, og vega lítið.
Merino ull er náttúruleg ullarvara. Hún
kemur frá merino kindum. Í samanburði við
venjulega ull er merinoullinmun mýkri og þynnri. Meðal
trefjaþykkt er 17-24 míkron, þ.e. 0,02 mm. Merino
ull er hitastýrandi, hitar þegar hún er blaut og dregur ekki
í sig svitalykt.