Mona merino 15/2 100% Merino ull. 50 gr. Mosagrænn.

890 kr

Mona Merino 15/2 er frábært ullargarn úr 100% merinoull.

50. gr. eru sirka 375 metrar,  garnið er því fullkomið fyrir prjónavélar og vefnað. Með tveimur eða fleiri þráðum saman er garnið einnig hentugt í handprjón.

Garnið er tvíþætt ( 2 þráða ) og spunnið úr fallegri merinoull. Litapalletan ber náttúrulega litun . Í sumum er liturinn alveg hreinn (svartur, mosagrænn, himinblár og dúfublár). Aðrar útgáfur eru örlítið flekkóttar.

Prjónaprufan á mynd eru tveir þræðir prjónaðir á prjóna nr. 3 fallegt mjúkt garn með ljóma. Hentar í barnafatnað þar sem má þvo í vél á ullarstillingu.

ATH. þar sem garnið kemur á stórum kóni er það spólað upp í eins miklu magni og hægt er í eina dokku nema um annað sé beðið, setja má beiðni í skilaboða gluggann við pöntun. Færri endar að fela 🥳

Kemur í 7 fallegum og náttúrulegum litum.

Innihald 100% Merino ull.

Þyngd 50 gr. ( afgreitt í 50, 100, 150  gramma hnotum, fer eftir pöntuðu magni )

Lengd 50 gr. sirka 375 m.

Prjónastærð  2,5 mm.

Prjónfesta Best er að gera sína eigin prjónfestu áður er byrjað er, en hér má sjá töflu yfir prjónastærðir eftir fjölda þráða:

1 þráður Mona Merino 15/2 á 2,5 mm. pr. 10 cm = 30 lykkjur
2 þræðir Mona Merino 15/2 á 2,5 mm. pr. 10 cm = 25 lykkjur
3 þræðir Mona Merino 15/2 á 3,5 mm. pr. 10 cm = 22 lykkjur
4 þræðir Mona Merino 15/2 á 4,5 mm. pr. 10 cm = 19 lykkjur
5 þræðir Mona Merino 15/2 á 4,5 mm. pr. 10 cm = 18,5 lykkjur
5 þræðir Mona Merino 15/2 á 5 mm. pr. 10 cm = 18 lykkjur

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu-símaskjám.

ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu. 

Þvottur: Má þvo í vél, engin ábyrgð tekin á garni við þvott. Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.

Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?

Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.

Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.

Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.