RWS ullargarn með glimmer 50 gr. Grár/ Silfur
Það gerist varla meira fansy ull+glimmer👌😍
Langar þig í smá popp up í flíkina þína, nú eða bara heila flík úr þessu fallega ullarblandaða glimmer garni, þá er tækifærið hér að næla sér í hnotur.
RWS ullargarnið er mjúkt hlýtt og glansandi, það er fléttað/spunnið eins og hestataumur. Alpakka og Merino er síðan troðið inn í götin á taumnum ef svo má að orði komast, þessi aðferð gefur garninu breytilega áferð eins og sjá má á myndum.
RWS Responsible Wool Standard er alþjóðlegur staðall sem miðar af velferð sauðfjár, hér er slóð fyrir frekari upplýsingar RWS
Innihald 37% RWS Merino 21%RWS Alpakka og 19% Pólýester
Þyngd 50 gr. ( afgreitt í 50 og 100 gramma hnotum, fer eftir pöntuðu magni )
Lengd 50 gr. sirka 105 m.
Prjónastærð 7-8
Munið að gera ykkar eigin prjónfestu.
ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu.
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.
Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.
Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?
Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.
Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.
Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.