Oeko-Tex Sokkagarn ull og nælon 100 gr. - Grár

790 kr
Mały zapas produktu! Zostało tylko 5 sztuk produktu

Öko-Tex Sokkagarnið okkar er vistvæn dásamleg blanda af Nýsjálenskri ull og nælon.

Hvað þýðir Oeko-tex?
OEKO–TEX® Standard 100 er vöruvottun sem gerir kröfur um innihald efna - sem eru eða - grunur leikur á að séu heilsuskaðleg, hér má lesa um vottunina: OEKO-TEX®

Garnið er svolítið þétt  í sér en eftir þvott verður það létt og loftkennt. Garnið hentar einkar vel í hlýja sokka en má vel nota í peysur og fleira. Hentar bæði fyrir prjóna og heklunálar.

Athugið. Litirnir hafa mismunandi blöndu af ull og næloni:

Blár – 64% nýsjálensk ull 36% nylon
Bleikur – 75% nýsjálensk ull 25% nylon
Gulur – 75% nýsjálensk ull 25% nylon
Brúnn – 51% nýsjálensk ull 49% nylon
Grár – 61% nýsjálensk ull 39% nylon
Svartur – 45% nýsjálensk ull 55% nylon

Þyngd 100 gr. sirka 270 m.   50 gr. sirka 135 m.

Munið að gera ykkar eigin prjónfestu.

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu-símaskjám.

ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu. 

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.

Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.

Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?

Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.

Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.

Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.