



Isla 60% Mohair 40% Merino 3/6 250 gr. hespa - Beinhvítt.
Nora 3/6 er beinhvítt garn með 60% mohair og 40% merinoull – og engu öðru 🙂
Við erum alveg hugfangin af þessari fegurð sem bara biður um að vera sett á prjónana og umbreytt í alls kyns frábær verkefni. Samsetningin af merínóull og mohair gefur garn með örlítið loðnu yfirborði, þó ekki nærri eins mjúku og hefðbundið mohair-garn.
Um merinoull. Merinoull er náttúruleg ullarvara sem kemur frá merino-sauðfé. Trefjarnar eru mjög krullaðar og mjúkar, svo samanborið við venjulega ull er merinoullin mýkri og þynnri. Hún er því mýkri en venjuleg ull og veldur mun minni kláða.
Um mohair
Mohair kemur frá angóra-geitum og eru náttúrulegar trefjar, með marga af sömu eiginleikum og merínóull. Mohair-trefjarnar eru lengri og glansandi, sem gefur prjónaverkefninu þínu fallega áferð. Einangrun og góð slitþol eru einnig eiginleikar sem einkenna mohair og sem þú munt njóta í þessu beinhvíta náttúrulega garni.
Kemur í 250 gr. hespum.
Innihald 60 % Mohair og 40% Merino ull.
Þyngd 250 gr. (250 m.)
Lengd 50 gr. sirka 100 m.
Prjónastærð 3-4 mm.
Prjónfesta
Svona hvítt garn með mohair og merinoull á augljóslega skilið prjónaprufu. Við höfum fengið út eftirfarandi prjónfestu:
1 þráður Isla Mohair Merino 3/6 á 3,5 mm prj. 10 cm = 19-20 lykkjur
2 þræðir Isla Mohair Merino 3/6 á 6 mm pr. 10 cm = 14 lykkjur
Klint Classic frá Anne Ventzel er og glæsileg peysa með einföldu, uppbyggðu mynstri og áberandi raglanprjóni – fullkomið verkefni fyrir einfaldan þráð af Isla Mohair Merino 3/6.
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu-símaskjám.
ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu.
Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.
Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?
Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.
Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.
Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.