Burstað Alpakka Glimmer garn - 25 gr. Eitt og sér eða sem fylgiþráður - Kobaltblár
Burstað Alpakka Glimmer garn er undursamlega mjúkt og falleft. Kjörið fyrir þá sem þola ekki Mohair.
Fluffy burstað Alpakka gljásteinsgarn frá Ítalíu. Alpakkagarnið gerir það mjúkt, lurexið gefur fallegt glit, akrýl og pólýester er bætt við til að gefa garninu styrk, svo handverkið haldi lögun sinni.
Þú getur fengið mjög fallegt handverk úr þessu garni. Notaðu það sem prjónagarn, heklugarn í vefnað eða hvað eina sem þér dettur í hug. Það er hægt að nota það eitt og sér eins og það er, en hentar einnig sem fylgiþráður. Þú getur td. bætt því við annað garn sem fylgiþráð í peysu og fengið smá glit í hana og gert hana sparilega. Hægt er að prjóna það eitt og sér á td. 3 mm. prjóna en einnig er auðvelt að prjóna það á grófari prjóna og fá loftkennt útlit. En mundu alltaf að gera þín eigin prjónfestu áður en þú byrjar.
Kom í einum lit Kobaltbláum. ( á mynd má sjá prjónaprufu með Kobaltbláu Baby Alpakka Merino B-Alpakka Merino Kobaltblár
Garnið er selt í 25 gr. hnotum.
Ef pantað er 50/75/100 gr. er það afgreitt í einni hnotu. (færri endar að fela ,)
Innihald 23% Alpakka 12% Lurex 34% Polyester 31% Akrýl
Þyngd 25 gr. (150 m)
Lengd 50 gr. sirka 300 m.
Prjónastærð 3-5 mm.
ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu.
Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.
Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.
Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?
Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.
Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.
Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.