Burstað Alpakka Merino - 250 gr. - Lyng (100% hrein ull)

5.900 kr

Burstað Alpakka Merino.

Mjúkt, burstað, dúnkennt og ljúffengt alpakka merino garn. Inniheldur bæði alpakka- og merinoull – hér fara saman ein bestu ullarefnin sem eru fáanleg, hreynt lúxusgarn.

Burstað alpaca merino ullargarnið er mjög létt og loftkennt,  það er frábært í fíngerða  peysu - en líka í hatta eða sjöl og fl. Þér mun líða eins og þú sért vafin inn í bómull þegar þú klæðist flík úr þessu dásamlega fallega garni í fallegum lilla bláum sumar lit.

Kemur í einum lit. Lyng.

Smá leyndó 🤫 þar sem garnið kemur í einni 250 gramma hespu eru færri endar að fela 😜 

Innihald 61% Alpakka 39% Merino

Þyngd 250 gr. (1000 m. á hespunni)

Lengd 50 gr. sirka 200 m.

Prjónastærð 6 – 8 mm.

ATH. Allar garntegundir sem eru í boði á síðunni eru í sömu litalotu. 

Hafið í huga að litirnir geta verið mismunandi eftir tölvu eða símaskjám.

Þvottur: Sjá nánar undir Fróðleikur hér á síðunni.

Hvers vegna er garnið okkar ekki tiltekið vörumerki?

Garnið kemur frá landi hönnunar og hátísku, sjálfri Ítalíu. Garnið kemur frá fataframleiðendum sem hafa pantað garn umfram þarfir í tilteknar vörulínur. Það er gjarnan gert til að eiga örugglega efni fyrir væntanlegar pantanir.

Hér er því um að ræða garn sem er í hærri gæðum en venjulega er fáanlegt á hinum almenna markaði enda gera þekktu tískuhúsin og vörumerkin miklar kröfur til efna. Hér gefst þér tækifæri á að kaupa gæða garn á góðu verði.

Með kaupum á umfram framleiðslu eins við bjóðum, ertu ekki einungis að kaupa gæðagarn. Þú ert einnig að leggja þitt að mörkum til umhverfismála.